Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 17. nóvember 2017 22:30
Helgi Fannar Sigurðsson
Skotar vilja fá O'Neill til að taka við
Michael O'Neill.
Michael O'Neill.
Mynd: Getty Images
Skotar viljá fá Michael O'Neill, stjóra Norður-Íra, til að taka við landsliðinu sínu. O'Neill hefur sjálfur fengið leyfi frá Norður-Írum til að ræða við skoska knatttspyrnusambandið.

Þrátt fyrir það hafa þeir boðið honum nýjan og betri samning í þeirri von að halda í hann.

O'Neill hefur verið við stjórnvölinn hjá Norður-Írum í sex ár og fór hann meðal annars með þeim á EM í Frakklandi í fyrra.

Honum tókst þó ekki að koma þeim á HM sem fram fer í Rússlandi næsta sumar en Norður-Írar töpuðu gegn Svisslendingum í umspili um laust sæti á mótinu.

Malky Mackay stýrði skotum í vináttulandsleik á dögunum en hann mun ekki vera ráðinn til lengri tíma.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner