Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 17. desember 2014 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola hrósar markverði Freiburg
Pep Guardiola
Pep Guardiola
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, þjálfari Bayern München í Þýskalandi, hrósaði markverði Freiburg, fyrir vörslur hans gegn liðinu í þýsku deildinni í gær.

Bayern lagði Freiburg að velli með tveimur mörkum gegn engu en Arjen Robben og Thomas Müller skoruðu mörk meistaranna.

Roman Burki, markvörður Freiburg, var þó einn besti maður vallarins en það var ekki furða enda varði hann oft á tíðum á magnaðan hátt.

Bayern fékk 31 skot á markið en Burki hafði nóg að gera. Guardiola hrósaði honum eftir leikinn.

,,Við fengum 13 dauðafæri en markvörðurinn þeirra varði frábærlega. Ég verð þó að hrósa mínum leikmönnum fyrir þennan leik og núna þurfum við að fara inn í friið með sigri gegn Mainz," sagði Guardiola.
Athugasemdir
banner