Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 17. desember 2014 10:04
Elvar Geir Magnússon
Koeman: Tek ekki í hendurnar á þeim sem virða mig ekki
Ronald Koeman, stjóri Southampton.
Ronald Koeman, stjóri Southampton.
Mynd: Getty Images
Það urðu óvænt úrslit í enska deildabikarnum í gær þegar Sheffield United vann 1-0 sigur gegn Southampton. Nigel Clough, stjóri Sheffield, segir úrslitin afar merkileg.

Sheffield hefði getað unnið stærri sigur en Fraser Forster, markvörður Southampton, var í banastuði í rammanum.

„Við fögnum þessum sigri þó það sé smá svekkjandi að hafa ekki náð að skora annað mark. Þetta var frábær vinna hjá leikmönnum og allir 14 sem komu við sögu gáfu sig alla í þetta," segir Clough.

Illindi voru milli hans og Ronald Koeman, stjóra Southampton, á hliðarlínunni og neitaði Koeman að taka í höndina á Clough eftir leik.

„Ég tek í hendur fólks sem virðir mig og ber virðingu fyrir fjórða dómarann. Ég hef aldrei séð aðra eins hegðun eins og hjá bekknum hjá Sheffield í þessum leik," segir Koeman.
Athugasemdir
banner
banner
banner