Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 17. desember 2014 20:56
Ívan Guðjón Baldursson
Meier bjargaði Frankfurt - Jafnt hjá Dortmund
Alexander Meier skoraði tvö undir lok leiksins.
Alexander Meier skoraði tvö undir lok leiksins.
Mynd: Getty Images
Borussia Dortmund gerði jafntefli við toppbaráttulið Wolfsburg á heimavelli á meðan Borussia Mönchengladbach og Bayer Leverkusen unnu sína leiki.

Dortmund var vaðandi í færum gegn Wolfsburg, sem er í öðru sæti, og komst tvisvar sinnum yfir en varnarmaðurinn Naldo tryggði gestunum stig á 85. mínútu.

Stephan Kiessling skoraði eina mark Bayer Leverkusen sem lagði Hoffenheim á meðan Mönchengladbach lagði Werder Bremen örugglega af velli.

Hertha Berlin komst þá í þriggja marka forystu á 37. mínútu á útivelli gegn Eintracht Frankfurt. Heimamenn ætluðu ekki að gefast upp og minnkuðu muninn fyrir og eftir leikhlé en gestirnir voru með tveggja marka forystu þegar venjulegur leiktími var að renna út.

Sóknarmaðurinn Alexander Meier tók þá til sinna ráða og skoraði tvö mörk á lokamínútum leiksins og tryggði Frankfurt stig.

Dortmund 2 - 2 Wolfsburg
1-0 Pierre-Emerick Aubameyang ('8 )
1-1 Kevin de Bruyne ('29 )
2-1 Ciro Immobile ('76 )
2-2 Naldo ('85 )

B. M'Gladbach 4 - 1 Werder Bremen
1-0 Max Kruse ('32 , víti)
2-0 Oscar Wendt ('38 )
2-1 Zlatko Junuzovic ('51 )
3-1 Christoph Kramer ('64 )
4-1 Branimir Hrgota ('88 )
Rautt spjald:Luca Caldirola, Werder ('66)

Hoffenheim 0 - 1 Bayer Leverkusen
0-1 Stephan Kiessling ('79 )

Eintracht Frankfurt 4 - 4 Hertha Berlin
0-1 John Brooks ('21 )
0-2 Anis Ben-Hatira ('33 )
0-3 Julian Schieber ('37 )
1-3 Stefan Aigner ('43 )
2-3 Haris Seferovic ('58 )
2-4 Peter Niemeyer ('80 )
3-4 Alexander Meier ('90)
4-4 Alexander Meier ('91)

Paderborn 1 - 2 Schalke
1-0 Kaan Ayhan ('31 , sjálfsmark)
1-1 Eric Choupo-Moting ('44 )
1-2 Roman Neustadter ('78 )
Athugasemdir
banner
banner
banner