Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 17. desember 2014 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Puyol dreymir um að spila aftur fótbolta
Carles Puyol
Carles Puyol
Mynd: Getty Images
Carles Puyol, fyrrum leikmaður og fyrirliði Barcelona á Spáni, íhugar að taka fram skóna að nýju eftir sjö mánaða fjarveru frá boltanum.

Puyol, sem er 36 ára gamall, lagði skóna á hilluna fyrir sjö mánuðum síðan en hann lék með Barcelona frá árunum 1999 til 2014 áður en hann tilkynnti að hann ætlaði að hætta í maí.

Hann hefur verið aðstoðar íþróttastjóri Börsunga undanfarna mánuði en segist þó sakna þess að spila með Barcelona.

,,Ég dreymi oft um að snúa aftur og spila fótbolta á nýan leik. Ef ég á að vera hreinskilinn þá sakna ég þess að spila og æfa," sagði Puyol.

,,Núna get ég ekki spilað neina íþrótt útaf hnémeiðslum en það var ástæða þess að ég þurfti að hætta. Þetta verður betra með hverjum deginum en ég hætti af því ég gat ekki hreyft mig lengur," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner