Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 17. desember 2014 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Raul: Del Piero besti leikmaður ítalska boltans frá upphafi
Mynd: Getty Images
Raul, fyrrum leikmaður Real Madrid og spænska landsliðsins, segir að Alessandro Del Piero sé besti leikmaður í sögu ítalska boltans.

Del Piero, sem er 40 ára gamall, vann ítölsku deildina sex sinnu með Juventus auk þess sem hann vann Meistaradeild Evrópu með félaginu en til að toppa það þá fagnaði hann sigri á HM 2006 með ítalska landsliðinu.

Raul, sem gerði það sjálfur gott hjá Real Madrid á Spáni, segir að hann sé besti leikmaður ítalska boltans frá upphafi.

,,Del Piero er besti leikmaður ítalska boltans frá upphafi. Þetta er maður sem ég ber ekki bara ómælda virðingu fyrir heldur hefur hann haft mikil áhrif á mig líka á mínum ferli," sagði Raul.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner