Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 17. desember 2014 08:25
Elvar Geir Magnússon
Real Madrid til í að bjóða metfé í De Gea
Powerade
David De Gea hefur verið svakalegur á tímabilinu.
David De Gea hefur verið svakalegur á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Lánaður til Real Sociedad?
Lánaður til Real Sociedad?
Mynd: Getty Images
Heilir og sælir lesendur góðir. Þegar allt er á kafi í snjó er best að vera bara heima og lesa slúðurfréttir úr enska boltanum. BBC tók saman.

Real Madrid er tilbúið að setja met þegar kemur að markmannskaupum til að klófesta David De Gea (24 ára) markvörð Manchester United. Metið sem er núna er 33 milljónir punda sem Juventus borgaði fyrir Gianluigi Buffon 2001. (Daily Express)

De Gea hefur sagt liðsfélögum sínum að hann verði áfram á Old Trafford og vilji skrifa undir nýjan samning við United. (The Sun)

Crystal Palace er tilbúið að semja við Ashley Cole (33), bakvörð Roma, á lánssamningi. Cole er fyrrum leikmaður Chelsea. (Daily Mail)

Manchester United og Manchester City eru tilbúin að gera 20 milljóna punda tilboð í miðjumanninn Ivan Rakitic (26) hjá Barcelona í janúar. (Daily Express)

Liverpool gerir tilraunir til að fá markvörðinn Petr Cech (32) lánaðan frá Chelsea. (Daily Mirror)

David Moyes vonast til að ná samkomulagi við Manchester United um að fá Adnan Januzaj (19) lánaðan til Real Sociedad. (Daily Star)

Gus Poyet, stjóri Sunderland, hyggst styrkja sóknarleik liðsins í janúar og mun gera tilboð í Danny Ings, 22 ára sóknarmann Burnley. (Daily Star)

Tottenham íhugar að láta frá sér sóknarmennina Emmanuel Adebayor og Roberto Soldado til að skapa fé til að fá Jackson Martinez (28) frá Porto. (Daily Express)

Burnley og Leicester horfa til Dwight Gayle (24) framherja Crystal Palace sem metinn er á 5 milljónir punda. (Daily Mirror)

Liverpool hefur komist að samkomulagi um kaup á Guillermo Ochoa, 29 ára markvörð Malaga, fyrir 3 milljónir punda. (Metro)

Allt er í lás í viðræðum Saido Berahino (21) við West Bromwich Albion um nýjan samning. Tottenham og Liverpool fylgjast með stöðu mála hjá sóknarmanninum. (The Sun)

West Ham mun reka Stóra Sam Allardyce þrátt fyrir að hann hafi stýrt liðinu í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar. (Daily Star)

Liverpool vonast til að fá Raheem Sterling til að skrifa undir nýjan samning þrátt fyrir aukinn áhuga á leikmanninum. Bayern München vill krækja í þennan tvítuga leikmann. (The Independent)

Louis van Gaal var kjörinn þjálfari ársins í Hollandi og Robin van Persie var verðlaunaður fyrir „höfrungaskallann" gegn Spáni á HM í sumar. (Daily Mail)

Alan Pardew segist þurfa að fara að landa titli hjá Newcastle. (Daily Mirror)
Athugasemdir
banner
banner