mið 17. desember 2014 11:49
Elvar Geir Magnússon
Rolf Toft til liðs við Víking (Staðfest)
Toft í leik gegn FH síðasta sumar.
Toft í leik gegn FH síðasta sumar.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Sóknarmaðurinn Rolf Toft mun spila með Víkingi Reykjavík í Pepsi-deildinni næsta sumar samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Toft er Dani og stóð sig vel með Stjörnunni á liðnu sumri þegar liðið stóð uppi sem Íslandsmeistari.

Toft er 22 ára gamall og skoraði hann sex mörk í ellefu leikjum í Pepsi-deildinni.

Hann var til reynslu hjá liðum í Skandinavíu og æfði í haust með Halmstad í Svíþjóð

Samkvæmt heimildum okkar verður líklega gengið frá samningi við Toft í dag en Víkingar stóðu sig vel í Pepsi-deildinni á liðnu sumri og leika í Evrópukeppninni á næsta ári eftir að hafa hafnað í fjórða sæti.

Uppfært:
Víkingur hefur staðfest að Toft hefur samið við félagið til tveggja ára.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner