Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 17. desember 2014 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Umboðsmaður: Montoya líklega til Englands
Martin Montoya
Martin Montoya
Mynd: Getty Images
Martin Montyoa, leikmaður Barcelona á Spáni, mun líklega fara til Englands í janúar en umboðsmaður hans greinir frá þessu.

Montoya, sem er 23 ára gamall, er með öflugri hægri bakvörðum heims en hann hefur þó lítið fengið að spila þar sem Daniel Alves, Douglas og Adriano eru á undan honum í goggunarröðinni.

Juan de Dios Carrasco, umboðsmaður hans, ræddi um stöðu Montoya í gær en hann hefur verið orðaður við félög á bæði Englandi og Ítalíu en England þykir þó líklegri kostur í augnablikinu.

,,Það eru nokkur lið á Englandi sem eru tilbúin að bjóða í hann og mæta 15,9 milljóna punda klásúlunni sem hann er með," sagði Carrasco.

Liverpool er talið líklegast til þess að hreppa Montyoa en liðið mun að öllum líkindum losa sig við Glen Johnson á allra næstu mánuðum.
Athugasemdir
banner
banner