Niðurtalningin - Tveir vendipunktar síðasta sumar
Niðurtalningin - Eitthvað nýtt og miklu stærra
Aldrei heim - Horfum ekki á E-riðilinn á EM
Niðurtalningin - Hverfisstrákarnir úr Árbænum
Aldrei heim - Kjartan Henry fékk góða gjöf frá Úkraínumanni
Aldrei heim - Formaðurinn í takkaskónum
Niðurtalningin - Sama uppskrift og í fyrra
Aldrei heim - Landsliðið komið til Póllands
Útvarpsþátturinn - Jói Kalli, Bjarki Már og Elvar Geir um landsliðið
Beint frá Búdapest - Hetjan sem mátti ekki tala
Beint frá Búdapest - Áfall að morgni leikdags
Viktor Unnar: Fann strax að þetta er eitthvað sem á við mig
Aron Jó: Cole Campbell tekur sínar eigin ákvarðanir
Hugarburðarbolti Þáttur 8
Beint frá Búdapest - Skiptar skoðanir á ákvörðuninni um Albert
Hákon Rafn - Umspilið og leiðin til Brentford
Enski boltinn - Töfrar í bikarnum
Útvarpsþátturinn - Landsliðsvalið fyrir bardagann í Búdapest
Hugarburðarbolti Þáttur 7
Gylfi mættur í Val - Lyftir deildinni upp um nokkrar hæðir
   mið 17. desember 2014 12:10
Elvar Geir Magnússon
Upptaka - Markvarðaumræða með Gumma Hreiðars
Guðmundur Hreiðarsson.
Guðmundur Hreiðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur hitar Hannes landsliðsmarkvörð upp.
Guðmundur hitar Hannes landsliðsmarkvörð upp.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er sannfærður um að á næstu fimm til sex árum eignumst við fleiri atvinnumenn sem eru markverðir," segir Guðmundur Hreiðarsson, markvarðaþjálfari íslenska landsliðsins, sem segir að framtíðin varðandi íslenska markverði sé mjög björt.

Guðmundur var í löngu viðtali í útvarpsþætti Fótbolta.net á X-inu síðasta laugardag en hægt er að hlusta á spjallið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Rætt var um markvarðaþjálfun, íslenska markverði og bestu markverði heims svo eitthvað sé nefnt. Gríðarleg þróun hefur verið á markvarðaþjálfun hér á landi síðustu ár.

„Það má segja að þetta stefni í að verða önnur íþrótt. Þegar ég var og hét sem leikmaður var þetta nánast ekki neitt. Markmannsþjálfun fólst fyrst og fremst í magni. Ef maður var örmagna eftir æfinguna þá var þetta frábær æfing. Nú er tíðarandinn annar og mikil fagmennska í gangi og hún hefur rutt sig inn á nánast alla klúbba," segir Guðmundur.

„Sá sem er titlaður markmannsþjálfari í dag er orðinn meira aðstoðarþjálfari. Hann er líka notaður í að leikgreina andstæðinginn og markmann hans. Það má segja að mesta þróunin í markmannsþjálfun hér á landi hafi átt sér stað á síðustu fimm árum."

„Markvörðurinn er sá leikmaður sem horfir í raun á alla leikmennina á sama tíma, hann sér allan völlinn. Hann sér hvernig best er að verjast og skipuleggja varnarleik, hann sér líka hvernig auðveldast er að hefja sóknarleik. Maður finnur að maður er þátttakandi í skipulagningu æfinga og þetta er alltaf að verða meira og meira."

Þurfti að berjast fyrir því að fá Hannes
Guðmundur er nýhættur sem markvarðaþjálfari KR þar sem hann vann meðal annars með Hannesi Þór Halldórssyni landsliðsmarkverði. Guðmundur segir að það hafi ekki allir verið sammála innan KR þegar Hannes var fenginn til félagsins.

„Hannes er gott dæmi um það sem hægt er að gera. Hann hefur gríðarlegan vilja og gríðarlegan sjálfsaga sem gerir það að verkum að hægt er að setja á hann þungar byrðar. Þegar hann kom til mín þurftum við að fara aðeins til baka. Rúnar (Kristinsson) tók hann til dæmis í séræfingar þar sem unnið var í sparktækni. Við settum gríðarlegt plan fyrir hann og ég var að vinna með hann í grunntækninni," segir Guðmundur.

Hannes vann ófá stig fyrir KR og var valinn leikmaður ársins þegar liðið varð Íslandsmeistari 2011. Hann lék í ár með Sandnes Ulf í norsku úrvalsdeildinni.

„Ég þurfti að berjast fyrir því að fá Hannes í KR. Það voru ekki allir stjórnarmenn sammála því að Hannes væri besti kosturinn fyrir KR. Hann var mjög takmarkaður í mörgu leyti. Hann var ekki góður í fótbolta en hefur lagt það mikla vinnu á sig að þetta er ekki vandamál lengur, hann getur sparkað með hægri og vinstri og komið boltanum í leik. Svo hefur hann fullt af X-faktorum sem aðrir hafa ekki og nýtast honum vel í að spila gegn sterkum andstæðingum."

„Þetta var löng leið að þessu marki. Við vorum með þrjá til fjóra markmenn sem við vorum að skoða en ástæðan fyrir því að mér fannst Hannes mest spennandi á þessum tíma var sú að ég var viss um að hægt væri að breyta mest þar. Viljinn til að gera betur er svo gríðarlegur, hann er með fullkomnunaráráttu. Stundum þarf maður að slá á puttann á honum og segja honum að róa sig."

„Hann hringir í þig ef honum fannst æfingin í gær ekki nægilega góð. Hann er alltaf að minna þig á að hann vill gera betur. Ég elska að vinna með svona aðilum."

Ögmundur tekið miklum breytingum
Þá ræddi Guðmundur um breytinguna á Ögmundi Kristinssyni eftir að hann fór í atvinnumennskuna. Ögmundur fór frá Fram þar sem hann hafði haldið liðinu á floti og samdi við Randers.

„Fram féll á markvörslu þegar upp var staðið. Ögmundur fer út og tekur þvílíkum breytingum. Fituprósentan er lægri, hann er í betri þjálfun, betra jafnvægi, hann er orðinn sterkari og er hættur að æfa rangt. Þá er ég að meina að hann var mikið að lyfta en nú gerir hann allt undir handleiðslu sérfræðinga. Þegar landsliðið kom saman í haust sá ég annan pól á honum," segir Guðmundur.

„Það gerir mönnum svo gott að vera í svona umhverfi. Hann er að keppa við frábæran markvörð og sem stendur er hann númer eitt. Ögmundur hefur þó fengið leiki og spilað fáránlega vel. Hann hefur fengið mjög mikið hrós en það er mjög mikilvægt fyrir hann að spila á næsta ári. Hann er reyndar að spila í varaliðsdeild sem er nokkuð sterk en samt sem áður ekki efsta hæð. Það er mikilvægt fyrir þessa stráka að spila."

Hægt er að hlusta á spjallið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner