Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 17. desember 2017 22:57
Ívan Guðjón Baldursson
BBC: Leikmaður Man City íþróttamaður ársins
Mynd: Getty Images
Phil Foden hlaut nafnbótina besti ungi íþróttamaður ársins á verðlaunaafhendingu BBC fyrr í kvöld. Wayne Rooney hlaut þessi verðlaun á sínum tíma.

Foden er leikmaður Manchester City og hefur átt heljarinnar ár. Það var nokkuð augljóst fyrir kvöldið að hann hlyti verðlaunin.

Foden endaði í öðru sæti EM U17 ára landsliða með Englandi í maí og vann svo HM í október. Foden var valinn í draumalið Evrópumeistaramótsins og var besti leikmaður Heimsmeistaramótsins.

Foden, sem verður 18 ára í maí, hefur fengið smá spilatíma undir stjórn Pep Guardiola og er yngsti Englendingurinn til að hafa verið í byrjunarliði í Meistaradeildinni.

Foden var kjörinn bestur eftir samkeppni við Ellie Downie og Millie Knight, sem eru í fimleikum og skíðum.



Athugasemdir
banner
banner
banner