sun 17. desember 2017 07:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bielsa vikið úr starfi eftir sjö mánuði
Mynd: Getty Images
Franska félagið Lille hefur rekið knattspyrnustjórann Marcelo Bielsa aðeins sjö mánuðum eftir ráðningu hans.

Hinn 62 ára gamli Bielsa tók við af Franck Passi í maí. Mikil leikmannavelta var hjá Lille í sumar.

Það tókst ekki vel hjá Bielsa að móta liðið. Lille er sem stendur í næst neðsta sæti frönsku úrvalsdeildarinnar þegar mótið er næstum því hálfnað. Það er ekki ásættanlegur árangur og því hefur stjórn félagsins tekið þá ákvörðun að vísa Bielsa úr starfi.

Lille hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir það hvernig það stóð að brottrekstri Argentínumannsins. Félagið setti hann í bann eftir að hann fór til Síle að heimsækja Luis Bonini, sem var á dánarbeði sínu. Bonini lést nokkrum dögum síðar.

Bielsa á skrautlegan feril að baki en óvíst er hvað hann tekur sér fyrir hendur núna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner