Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 17. desember 2017 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Bradley litli fékk verðlaun frá BBC
Bradley litli með besta vini sínum, Jermain Defoe.
Bradley litli með besta vini sínum, Jermain Defoe.
Mynd: Getty Images
Bradley Lowery fangaði hugi og hjörtu Englendinga og fleiri þegar hann braust fram í sviðsljósið fyrir rúmu ári síðan.

Bradley var stuðningsmaður Sunderland sem varð frægur fyrir ótrúlega jákvætt lífsviðhorf og manngæsku þrátt fyrir baráttu sína við skelfilegt krabbamein.

Bradley varð lukkustrákur Sunderland og síðar enska landsliðsins og opnaði mikið fyrir umræðu um krabbamein og önnur alvarleg veikindi.

Bradley lést í júlí og var stofnaður styrktarsjóður í hans nafni sem hjálpar öðrum sem greinast með sömu sjaldgæfu krabbameinstegund, taugakímfrumnaæxli.

Fyrr í kvöld hlaut hann verðlaun á verðlaunaafhendingu BBC fyrir „framúrskarandi afrek í skugga ótrúlegs mótlætis".
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner