Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 17. desember 2017 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Er með lægri tekjur en Dyer var með árið 2002
Kieron Dyer.
Kieron Dyer.
Mynd: Getty Images
Kieron Dyer, sem lék lengst af með Newcastle á ferli sínum, er á því máli að Tottenham verði að borga leikmönnum sínum hærri tekjur.

Hjá Tottenham eru leikmenn á lægri launum en í hinum stærstu liðunum. Síðasta sumar yfirgaf Kyle Walker félagið og fleiri gætu verið á förum ef launaþakið hjá félaginu hækkar ekki.

„Ég ræddi við einn leikmann Tottenham undir lok síðasta tímabils. Hann er landsliðsmaður, byrjunarliðsmaður í landsliðinu og byrjunarliðsmaður í félagsliði," sagði Dyer við BBC Radio 5.

„Hann sagði mér frá laununum sínum, ég var á hærri tekjum en hann þegar ég var að spila 2002."

„Þetta er stórt vandamál. Þetta er leikmaður hjá Tottenham sem endaði í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Hann er landsliðsmaður og er á verri launum en ég var á 2002."
Athugasemdir
banner
banner
banner