Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 17. desember 2017 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Evans aftur til Man Utd? - Sam vill Benteke
Powerade
Evans er orðaður við endurkomu til Man Utd.
Evans er orðaður við endurkomu til Man Utd.
Mynd: Getty Images
Benteke gæti orðið liðsfélagi Gylfa.
Benteke gæti orðið liðsfélagi Gylfa.
Mynd: Getty Images
Slúðurpakkinn í dag er fullur af skemmtilegum og áhugaverðum molum. Tvær vikur eru í að janúarglugginn opni!



Manchester United vill fá varnarmanninn Jonny Evans (29) aftur til Old Trafford, tveimur og hálfu ári eftir að hafa selt hann til West Brom. Man City og Arsenal hafa líka áhuga. (Sunday Mirror)

West Brom er tilbúið að bjóða Evans nýjan samning til að fæla burt áhuga frá öðrum liðum. (Sunday Telegraph)

Juventus virðist vera tilbúið að selja Alex Sandro (26). Chelsea mun fá samkeppni um hann frá Manchester City, Manchester United og Paris Saint-Germain. (Sunday Express)

Daniel Sturridge (28) má fara á láni frá Liverpool í janúar. Hann ætlar að reyna að fara á HM í Rússlandi næsta sumar. (Sun on Sunday)

Man Utd íhugar að bjóða tæpar 30 milljónir punda í Malcolm (20), brasilískan kantmann Bordeux í janúar. (Sunday Times)

Manchester City horfir til Philipp Max, vinstri bakvarðar Augsburg í Þýskalandi, til að leysa stöðu Benjamin Mendy sem er meiddur. Max er liðsfélagi Alfreðs Finnbogasonar. (Mail on Sunday)

Sam Allardyce, stjóri Everton vill endurfundi með Christian Benteke (27), sóknarmanni Crystal Palace. (Sunday Mirror)

Allardyce vill líka fá Steven Nzonzi (29) frá Sevilla en þarf að fórna miðjumanni ef hann ætlar að fá hann. (Daily Star Sunday)

David Moyes, stjóri West Ham, er tilbúinn að bjóða 15 milljónir punda í Harry Arter (27), miðjumann Bournemouth, þegar janúarglugginn opnar. (Sun on Sunday)

Mauricio Pellegrino, stjóri Southampton, útilokar ekki að varnarmaðurinn Virgil van Dijk (26) fari í janúar. (Liverpool Echo)

Inter Milan og Barcelona eru að fylgjast með stöðu mála hjá Manchester United. Liðin eru áhugasöm um hollenska varnar- og miðjumanninn Daley Blind (27). (Calciomercato)

Nágrannarnir Arsenal og Chelsea eru að berjast um Leon Bailey (20) kantmann Bayer Leverkusen. (Mirror)

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, útilokar ekki að gera tilraun til að landa Sílemanninum Alexis Sanchez frá Arsenal í næsta mánuði. (Sky Sports)

Guardiola gæti tekið fram budduna í janúar. Hann ætlar að horfa til langtíma þegar hann kaupir. (MEN)

Antonio Conte, stjóri Chelsea, er nú líklegastur til að taka við Real Madrid af Zinedine Zidane. Samningur Zidane í Madríd rennur út eftir tímabilið. (Sun on Sunday)
Athugasemdir
banner
banner