Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 17. desember 2017 10:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hörður þakkar stuðningsmönnum fyrir lagið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon er í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Bristol City.

Hörður spilaði allan leikinn í gær gegn Nottingham Forest, í 2-1 sigri, og stóð sig með prýði.

Stuðningsmenn Bristol frumsýndu nýtt lag um Hörð á leiknum og sungu það hátt og skýrt.

Lagið er "parody-útgáfa" af laginu Mrs. Robinson sem Simon & Garfunkel gerðu vinsælt. Lagið kom fyrir í myndinni The Graduate með Dustin Hoffman.

Texti stuðningsmanna Bristol City er svohljóðandi: „Here’s to you, Hordur Magnusson. City loves you more than you will know."

Hörður hafði gaman af þessu og þakkaði stuðningsmönnum fyrir með færslu á Twitter. Þar segir hann að það komi sér alltaf á óvart hversu góður stuðningurinn er. „Mikil ást á alla stuðningsmenn Bristol City," skrifar hann.






Athugasemdir
banner
banner
banner
banner