Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 17. desember 2017 20:56
Ívan Guðjón Baldursson
Liverpool þarf að borga fyrir mörkin hans Salah
Mynd: Getty Images
Liverpool þarf að greiða Roma 1.3 milljón punda í árangurstengda greiðslu eftir að Mohamed Salah skoraði sitt tuttugasta mark á tímabilinu. Liverpool greiddi 36.9 milljónir punda fyrir Egyptann í sumar.

Salah skoraði í 4-0 sigri á Bournemouth fyrr í dag og er kominn með 20 mörk í 26 leikjum í öllum keppnum.

Þetta er vægast sagt magnað afrek hjá Salah sem er fyrsti leikmaður Liverpool til að skora 20 mörk fyrir jól síðan Ian Rush gerði það tímabilið 1986/87.

Til samanburðar tók það Fernando Torres 31 leik að skora 20 mörk fyrir Liverpool. Það tók Robbie Fowler og Michael Owen 36 leiki og náði Luis Suarez ekki að skora 20 mörk fyrr en eftir 51 leik.

Eini leikmaður félagsins til að vera sneggri að skora 20 mörk en Salah er George Allan, sem skoraði 20 mörk í 19 fyrstu leikjum sínum árið 1895.
Athugasemdir
banner
banner