Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 17. desember 2017 20:25
Ívan Guðjón Baldursson
Maradona hrósar Hamsik fyrir að jafna markametið
Mynd: Getty Images
Diego Armando Maradona er goðsögn hjá Napoli eftir að hafa spilað fyrir félagið í sjö ár á níunda áratugnum.

Maradona gerði nánast mark í öðrum hverjum leik og vann félagið ítölsku deildina í tvígang með argentínska snillinginn innanborðs.

Napoli vann einnig ítalska bikarinn og Evrópubikarinn með Maradona, sem gerði 115 mörk fyrir félagið.

Nú er Slóvakinn Marek Hamsik búinn að jafna markamet Maradona á sínu tíunda ári hjá félaginu. Hamsik jafnaði markametið í 3-1 sigri á Torino um helgina.

„Ég vil óska Marek Hamsik til hamingju með að vera búinn að skora 115 mörk fyrir Napoli," skrifaði Maradona á Facebook.

„Ég vona að þú haldir áfram að skora og gleðja stuðningsmennina!!"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner