Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 17. desember 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Modric valinn bestur á HM
Mynd: Getty Images
Króatíski miðjumaðurinn Luka Modric var valinn besti leikmaðurinn á HM félagsliða sem lauk í gær.

Real Madrid stóð uppi sem sigurvegari mótsins og varð þar með fyrsta liðið í sögunni til að vinna mótið tvö ár í röð. Madrídingar lögðu brasilíska liðið Gremio í úrslitaleiknum, 1-0.

Cristiano Ronaldo skoraði markið mikilvæga í úrslitaleiknum en það var Modric sem var verðlaunaður fyrir að vera sá besti á mótinu. Hann sýndi það hversu góður hann er.

Ronaldo lenti í öðru sæti og Jonathan Urretaviscaya hjá mexíkóska liðinu Pachuca fékk bronsverðlaunin.

Ísland mun þurfa að kljást við Modric í enn eitt skiptið næsta sumar á HM í Rússlandi. Ísland er þar í riðli með Króatíu.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner