Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 17. desember 2017 16:55
Ívan Guðjón Baldursson
Mourinho: Romelu fagnaði ekki af virðingu við West Brom
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho var ánægður eftir 2-1 sigur Manchester United gegn West Bromwich Albion á Hawthorns leikvanginum.

Rauðu djöflarnir virkuðu ósannfærandi í leiknum og voru heimamenn óheppnir að bjarga ekki stigi.

„Mér fannst við eiga skilið að vinna, við vorum besta liðið á vellinum. Við stjórnuðum leiknum mjög lengi og fengum tækifæri til að gera út um hann," sagði Mourinho.

„Við sýndum minni ákefð og metnað í síðari hálfleik en eftir að þeir minnkuðu muninn þá tókum við aftur stjórn og lönduðum sigrinum."

Romelu Lukaku gerði fyrra mark Man Utd í leiknum en fagnaði ekki.

„Ég fagnaði ekki heldur en samt var enginn ánægðari en ég með þetta mark. Fyrir fimmtán árum fagnaði ég mörkum en þegar maður þroskast þá kemst maður á stig þar sem maður getur stjórnað tilfinningum betur.

„Romelu átti góðar stundir hjá West Brom (á láni tímabilið 2012-13) og kannski fagnaði hann ekki af ást og virðingu við félagið."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner