Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 17. desember 2017 13:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rooney: Vissi það strax að ég hefði gert heimskuleg mistök
Mynd: Getty Images
Í sumar var Wayne Rooney, leikmaður Everton, handtekinn fyrir ölvunarakstur. Rooney missti ökuréttindi sín og var sektaður af Everton fyrir þessa lélegu hegðun.

Rooney hefur nú tjáð sig um málið opinberlega í fyrsta sinn.

„Stundum gerirðu mistök og ég viðurkenni það, ég gerði mistök," sagði Rooney við TalkSport.

„Ég vissi það strax að ég hefði gert heimskuleg mistök og núna verð ég að halda áfram. Þetta er ekki góð tilfinning."

„Ég á börn og það er ekki gott fyrir þau að sjá þetta. Ég held áfram og reyni að læra af þessu."

Rooney var einnig gert að sinna 120 klukkustundum í samfélagsþjónustu sem hann hefur haft gaman af. Hann gæti jafnvel haldið áfram í samfélagsþjónustu þegar hann er búinn með 120 klukkustundirnar sem hann þarf að taka.

Rooney hefur verið að spila vel með Everton á þessari leiktíð, hann og Gylfi Sigurðsson hafa verið að ná vel saman.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner