Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 17. desember 2017 12:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Diego og félagar unnu með 10 inn á vellinum
Diego í landsleik.
Diego í landsleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sevilla II 0 - 1 Real Oviedo
0-1 David Rocha ('37)
Rautt spjald: Yaw Yeboah, Real Oviedo ('17)

Diego Jóhannesson var í byrjunarliði Real Oviedo þegar liðið heimsótti varalið Sevilla í spænsku B-deildinni.

Oviedo varð fyrir áfalli á 17. mínútu þegar Yaw Yeboah, leikmaður liðsins, fékk að líta rauða spjaldið. Gestirnir létu það hins vegar ekki hafa áhrif á sig og komust yfir 20 mínútum síðar.

Þrátt fyrir einum manni fleiri náði varalið Sevilla ekki að komast aftur inn í leikinn og lokatölur voru 1-0.

Diego var tekinn af velli þegar 88 mínútur voru búnar. Diego er í baráttu um að vera í landsliðshópnum sem fer til Rússlands á heimsmeistaramótið næsta sumar.

Oviedo er í umspilssæti í B-deildinni.

La Liga
Girona 1 - 0 Getafe
1-0 Christian Stuani ('5 )

Girona hafði betur gegn Getafe í fyrsta leik dagsins í La Liga, 1-0.

Leikir dagsins:
15:15 Celta Vigo - Villareal
17:30 Las Palmas - Espanyol
19:45 Barcelona - Deportivo La Coruna (Stöð 2 Sport 4)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner