Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 17. desember 2017 19:12
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Þrettán mörk í tveimur dramatískum leikjum
Mynd: Getty Images
Það voru tveir leikir spilaðir í þýska boltanum í dag og úr varð sannkölluð markaveisla.

Hannover gerði jafntefli á móti Bayer Leverkusen í fyrri leik dagsins, áður en Leipzig tapaði óvænt fyrir tíu leikmönnum Hertha Berlin á eigin heimavelli.

Hannover og Leverkusen skiptust á að skora í æsispennandi átta marka leik. Bæði lið komust tvisvar sinnum yfir en andstæðingarnir voru alltaf snöggir að jafna.

Leon Bailey kom inn í lið gestanna í hálfleik og skoraði tvennu í síðari hálfleik. Julian Korb bjargaði stigi fyrir heimamenn undir lokin. Leverkusen er í fjórða sæti, með fimm stigum meira en Hannover sem situr í ellefta sæti.

Leipzig er komið niður í fimmta sæti eftir tap dagsins. Hertha beitti skyndisóknum og komst þremur mörkum yfir áður en heimamenn fundu loks leið framhjá varnarmúr gestanna, sem léku manni færri nánast allan leikinn.

Mörk heimamanna komu of seint og náðu gestirnir frá höfuðborginni að halda í sigurinn mikilvæga.

Hannover 4 - 4 Bayer Leverkusen
0-1 J. Brandt ('11)
1-1 I. Bebou ('12)
2-1 N. Fullkrug ('21, víti)
2-2 A. Mehmedi ('25)
3-2 F. Klaus ('45)
3-3 L. Bailey ('47)
3-4 L. Bailey ('67)
4-4 J. Korb ('83)

Leipzig 2 - 3 Hertha Berlin
0-1 D. Selke ('5)
0-2 S. Kalou ('31)
0-3 D. Selke ('51)
1-3 W. Orban ('68)
2-3 M. Halstenberg ('92)
Rautt spjald: J. Torunarigha, Hertha ('7)
Athugasemdir
banner
banner
banner