sun 17. desember 2017 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vinicius ekki að flýta sér til Madrídar
Mynd: GettyImages
Real Madrid hefur fest kaup á "undrabarninu" Vinicius Junior, félagið gerði það í maí síðastliðnum.

Vinicius er 17 ára gamall, en það kom ekki í veg fyrir það að Real Madrid myndi borga 40 milljónir punda fyrir hann.

Vinicius kemur til Real Madrid frá Flamengo í heimalandinu, Brasilíu. Hann er í augnablikinu á láni hjá Flamengo og planið var að hann myndi halda til Madrídar fyrir næsta tímabil. Hann vill hins vegar ekki fara strax til spænsku höfuðborgarinnar.

„Ég hef verið í fríi í þrjá daga. Ég ætla að hugsa um þetta á nýju ári en ég vonast til þess að vera hér út 2018. Ég vil vinna Copa Libertadores og fara svo til Real Madrid," sagði hann við Marca.

Viðræður munu eiga sér einhvern tímann á næstunni, en Vinicius hefur engan áhuga á því að fara til Evrópu og fara beint á láni. Hann langar þá frekar að vera áfram í Brasilíu.


Athugasemdir
banner
banner
banner