Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
   lau 18. janúar 2014 21:30
Gunnar Már Hauksson
Kjarnafæðismótið: Þór og KA með auðvelda sigra
Sveinn Elías skoraði.
Sveinn Elías skoraði.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Orri Gústafsson.
Orri Gústafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Þór sigraði KA2 á Kjarnafæðismótinu í gær 4-0.

Fyrsta mark leiksins kom á 9. mínútu þegar Jónas Björgvin Sigurbergsson braust í gegnum vörn KA og kom boltanum framhjá markmanni KA. Jóhann Helgi Hannesson átti síðan annað mark Þórs þegar hann hljóp í gegnum vörn KA manna og setti boltann í horn marksins.

Sveinn Elías Jónsson skoraði þriðja mark Þórsara á 56. mínútu. Sveinn átti síðar stoðsendingu á Orra Frey Hjaltalín síðar sem skoraði síðasta mark leiksins.

KA valtaði síðan yfir Þór2 í dag.

Orri Gústafsson skoraði fyrsta mark leiksins á 13. mínútu eftir hornspyrnu. Ævar Ingi jóhannesson var síðan á ferðinni á 32. mínútu leiksins þegar hann skoraði eftir gott spil KA-manna.

Rétt undir lok fyrri hálfleiks skallaði Atli Sveinn Þórarinsson boltann í netið eftir aukaspyrnu og staðan því 3-0 þegar flautað var til leikhlés.

Þór2 hóf seinni hálf leik með mikilli ákefð og voru með yfirhöndina fyrri part hálfleiks. Hallgrímur Már Steingrímsson kom KA hins vegar í 4-0 á 56. mínútu þegar hann slapp einn innfyrir vörn Þórs2 og renndi boltanum í autt markið. KA skoraði síðan 3 mörk á síðustu 10 mínútum leiksins þar sem Orri Gústafsson skoraði sitt annað mark og Hallgrímur sömuleiðis. Aksentije Milisic skoraði síðan 7. og síðasta mark leiksins eftir darraðadans í vítateignum.

Þór 4 – 0 KA2
1-0 Jónas Björgvin Sigurbergsson
2-0 Jóhann Helgi Hannesson
3-0 Sveinn Elías Jónsson
4-0 Orri Freyr Hjaltalín

KA 7 - 0 Þór2
1-0 Orri Gústafsson (13')
2-0 Ævar Ingi Jóhannesson (32')
3-0 Atli Sveinn Þórarinsson (45')
4-0 Hallgrímur Mar Steingrímsson (56')
5-0 Orri Gústafsson (80')
6-0 Hallgrímur Mar Steingrímsson (88')
7-0 Aksentije Milisic (90')
Athugasemdir
banner