Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 18. janúar 2018 17:33
Elvar Geir Magnússon
Aubameyang ekki með í flugvélinni til Berlínar
Aubameyang til Arsenal?
Aubameyang til Arsenal?
Mynd: Getty Images
Líkurnar á að Pierre-Emerick Aubameyang fari til Arsenal hafa aukist enn frekar eftir að sóknarmaðurinn flaug ekki með Borussia Dortmund til Berlínar.

Hertha Berlin og Dortmund mætast annað kvöld en áður hafði verið gefið út að Gabonmaðurinn yrði í leikmannahópi Dortmund.

Michael Zorc, íþróttastjóri Dortmund, hafði þetta að segja við Sky í Þýskalandi:

„Auba æfir í Dortmund, við teljum að hugur hans sé ekki á réttum stað þessa stundina. Hann er ekki með einbeitinguna rétt stillta og því vöknuðu efasemdir um að hann gæti hjálpað okkur í Berlín."

Arsenal vill fá þennan 28 ára markahrók en Zorc hefur lýst því yfir að hann telji Arsene Wenger hafa hagað sér ófagmannlega í nálgun sinni í málinu.

Hjá Arsenal er honum ætlað að fylla skarð Alexis Sanchez sem virðist vera að fara til Manchester United. Henrikh Mkhitaryan er líklegur til að fara öfuga leið.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner