banner
   fim 18. janúar 2018 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland í dag - Njarðvík og Afturelding mætast
Afturelding byrjaði Fótbolta.net mótið vel. Í kvöld eiga Mosfellingar erfitt verkefni fyrir höndum.
Afturelding byrjaði Fótbolta.net mótið vel. Í kvöld eiga Mosfellingar erfitt verkefni fyrir höndum.
Mynd: Raggi Óla
fimmtudagur 18. janúar

Fótbolta.net mótið - B deild - Riðill 1
18:40 Njarðvík-Afturelding (Reykjaneshöllin)

Það er aðeins einn leikur í íslenska boltanum á þessum fimmtudegi. Hið langa íslenska undirbúningstímabil er hafið.

Í dag er spilað í B-deild Fótbolta.net mótsins þar sem Njarðvík og Afturelding mætast inn í Reykjaneshöll. Bæði þessi lið spiluðu í 2. deild síðasta sumar og þekkjast nokkuð vel.

Njarðvík fór reyndar upp úr 2. deildinni á meðan Afturelding verður þar áfram þegar næsta sumar gengur í garð.

Leikurinn í kvöld hefst 18:30, en fyrir leikinn eru bæði liðin búin að spila einn leik. Afturelding rúllaði yfir Víking Ólafsvík á meðan Njarðvík þurfti að sætta sig við jafntefli gegn Gróttu.
Athugasemdir
banner
banner