Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 18. janúar 2018 16:34
Elvar Geir Magnússon
Koma meiðsli í veg fyrir að Chelsea kaupi Carroll?
Andy Carroll fagnar marki.
Andy Carroll fagnar marki.
Mynd: Getty Images
Líkurnar á því að Chelsea kaupi Andy Carroll virðast hafa minnkað eftir að skoðun í dag leiddi í ljós að sóknarmaðurinn er að glíma við ökklameiðsli og verður frá í fjórar til sex vikur.

West Ham óttast að meiðslin gætu verið enn alvarlegri og að Carroll verði frá í allt að fjóra mánuði.

Chelsea hefur áhuga á þessum 29 ára sóknarmanni en hefur ekki enn gert formlegt tilboð. West Ham er tilbúið að hlusta á tilboð upp á 20 milljónir punda og hefur einnig áhuga á að fá Michy Batshuayi lánaðan út tímabilið.

Batshuayi skoraði gegn Norwich í bikarleik í gær en David Moyes, stjóri West Ham, var meðal áhorfenda.

Carroll hefur ekki getað æft með West Ham að undanförnu og fór í skoðun í dag. Hann hefur eytt miklum tíma af sínum ferli á meiðslalistanum.

Antonio Conte vill bæta möguleika sína í sóknarlínunni og virðist hafa litla trú á Batshuayi. Alvaro Morata hefur ekki náð sér almennilega á strik að undanförnu. Fréttirnar af meiðslum Carroll gera það þó að verkum að ólíklegt verði að teljast að Conte opni veskið vegna hans.

Sjá einnig:
Bellamy segir að Carroll hafi ekki hugarfar til að vera í Chelsea
Athugasemdir
banner
banner
banner