Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 18. janúar 2018 17:00
Elvar Geir Magnússon
Laugi: Hákarlarnir koma fyrstir
Guðlaugur Baldursson og aðstoðarmaður hans, Eysteinn Húni Hauksson.
Guðlaugur Baldursson og aðstoðarmaður hans, Eysteinn Húni Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nýliðar Keflavíkur hafa aðeins bætt við sig einum leikmanni síðan liðið komst upp í Pepsi-deildina. Guðlaugur Baldursson var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net síðasta laugardag og viðurkenndi að auðvitað væri hann til í að vera búinn að fá meiri styrk.

Aron Freyr Róbertsson kom frá Grindavík í byrjun ársins.

„Hann er Keflvíkingur og það er gaman að fá hann heim. Hann er efnilegur og góð viðbót við okkar hóp," segir Guðlaugur.

„Við höfum verið tiltölulega rólegir á markaðnum. Á þessum innanlandsmarkaði er goggunarröð og þar eru stóru klúbbarnir, hákarlarnir, fyrstir. Við sem erum aðeins þar fyrir aftan verðum að hinkra."

„Ég hef voða lítinn hug á því að hrúa inn leikmönnum. Við viljum vanda okkur. Við gerum okkur grein fyrir því að við þurfum að styrkja liðið og erum að gera það innan frá. Við erum að vinna með unga leikmenn og gefa þeim tækifæri. Við þurfum líka að fá utanaðkomandi styrkingu og verið er að skoða það. Auðvitað væri best að fá hana sem fyrst."

Hann segir að Keflavík þurfi líka að horfa til karakterana sem koma upp á stemninguna innan hópsins.

„Það þarf að finna góðan fótboltamann og réttan karakter. Einhvern sem er til í að detta í okkar hugmyndafræði," segir Guðlaugur en viðtalið má heyra í heild sinni með því að smella hér.
Athugasemdir
banner
banner
banner