Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 18. janúar 2018 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Lukaku gæti skorað 30 mörk eða meira"
Yorke telur að Lukaku geti skorað allt að 30 mörk á tímabilinu.
Yorke telur að Lukaku geti skorað allt að 30 mörk á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
„Hann hefur staðið sig mjög vel," segir Dwight, Yorke, fyrrum sóknarmaður Manchester United, um Romelu Lukaku, núverandi sóknarmann Manchester United.

Lukaku var keyptur til United í sumar fyrir 75 milljónir punda frá Everton. Hann hefur hingað til skorað 17 mörk í keppnum, en þrátt fyrir það hefur hann verið gagnrýndur.

Yorke, sem vann m.a. Meistaradeildina með Man Utd, segir að gagnrýnin sem Lukaku hefur fengið sé ósanngjörn.

„Stundum getur fólk verið ósanngjarnt þegar kemur að tölum og stöðugleika en það er oft nóg, til þess að þú verðir gagnrýndur, að kosta mikið og spila fyrir Manchester United."

„Alltaf þegar ég fylgdist með honum þá fann ég það að hann væri rétti leikmaðurinn fyrir okkur. Hann er nú þegar kominn í tveggja stafa tölu í markaskorun og tímabilið er bara hálfnað."

„Ef hann heldur áfram að gera það sem hann hefur verið að gera þá mun hann komast nálægt því að skora 30 mörk eða meira og ég segi að það sé nokkuð gott."

„Hann er enn ungur og á eftir að verða betri," sagði Yorke að lokum í viðtali við Omnisport.
Athugasemdir
banner
banner
banner