banner
   fim 18. janúar 2018 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Neville: Besta starf sem ég gæti óskað mér
Neville ræðir hér við Ryan Giggs sem var að taka við karlalandsliði Wales. Neville gæti líka verið að fá starf í landsliðsbransanum.
Neville ræðir hér við Ryan Giggs sem var að taka við karlalandsliði Wales. Neville gæti líka verið að fá starf í landsliðsbransanum.
Mynd: Getty Images
Phil Neville gæti orðið næsti þjálfari kvennalandsliðs Englands, en hann kveðst mjög spenntur fyrir því starfi.

Hinn fertugi Neville er í viðræðum við enska knattspyrnusambandið um að taka við liðinu.

„Ég er spenntur fyrir því að sjá hvernig viðræðurnar takast. Ég hef tækifæri á að fara á HM og að ná árangri með hópi af frábærum leikmönnum. Sem þjálfari er það besta starfið sem ég gæti óskað mér," sagði Neville í samtali við BBC.

Mark Sampson var rekinn úr starfinu í september síðastliðinum eftir ásakanir um kynþáttafordóma. Neville, sem fór að starfa sem þjálfari árið 2013, þykir líklegastur í starfið.

Neville verið í þjálfaraliðinu hjá Manchester United, Valencia og enska U21 árs landsliðinu en er sem stendur án starfs.

Neville spilaði á leikmannaferlinum með Manchester United og Everton og þá lék hann 59 landsleiki fyrir Englands hönd.
Athugasemdir
banner
banner