Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 18. janúar 2018 14:12
Magnús Már Einarsson
Nígería spilar sex vináttuleiki fyrir leikinn við Ísland
Icelandair
Nígería er í 51. sæti á heimslista FIFA.
Nígería er í 51. sæti á heimslista FIFA.
Mynd: Getty Images
Nígeríska knattspyrnusambandið hefur staðfest að nígeríska landsliðið spili sex vináttuleiki fyrir HM í sumar. Nígería er með Íslandi, Argentínu og Króatíu í D-riðli.

Nígería spilar tvo vináttuleiki í landsleikjahléinu í mars og síðan taka við fjórir leikir í maí og júní fyrir HM í Rússlandi.

Eftir leik gegn Kongó í heimalandinu í lok maí fer Nígería til Englands til að spila vináttuleik gegn heimamönnum. Þaðan fer Nígería í æfingabúðir í Austurríki þar sem fyrirhugað er að spila tvo vináttuleiki áður en liðið fer til Rússlands þann 11. júní.

Nígería mætir síðan Króötum í fyrsta leik 16. júní. Næsti leikur liðsins á HM er gegn Íslandi 22. júní.

Ísland spilar fjóra vináttuleiki fyrir HM í sumar. Liðið leikur við Mexíkó og Perú í Bandaríkjunum í mars og síðan verða væntanlega tveir leikir á Laugardalsvelli í maí og júní. Ekki hefur verið greint frá því hverjir andstæðingarnir verða þar. Annar leikurinn á Laugardalsvelli verður líklega gegn þjóð frá Afríku en hinn leikurinn gegn þjóð úr Evrópu.

Vináttuleikir Nígeríu fyrir HM
23. mars Pólland - Nígería
27. mars Serbía - Nígería (Í London)
28. maí Nígería - Kongó
2. júní England - Nígería
6. júní Nígería - Tékkland (Í Austurríki)
9. júní Vináttuleikur - Óvíst með andstæðinga

Leikir Nígeríu á HM
16. júní Nígería - Króatía
22. júní Nígería - Ísland
26. júní Nígería - Argentína
Athugasemdir
banner
banner