Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 18. janúar 2018 09:00
Magnús Már Einarsson
Sanchez gerir risasamning við Man Utd
Powerade
Alexis Sanchez er fastagestur í slúðrinu.
Alexis Sanchez er fastagestur í slúðrinu.
Mynd: Getty Images
Er Andy Carroll meiddur eða er hann að reyna að komast til Chelsea?
Er Andy Carroll meiddur eða er hann að reyna að komast til Chelsea?
Mynd: Getty Images
Richarlison gæti farið í stórlið í sumar.
Richarlison gæti farið í stórlið í sumar.
Mynd: Getty Images
Innan við tvær vikur eru í að félagaskiptaglugginn loki og það er allt á fullu hjá félögunum á Englandi.



Alexis Sanchez, leikmaður Arsenal, mun gera fjögurra og hálfs árs samning við Manchester United. Samtals kostar pakkinn 180 milljónir punda fyrir United. (Telegraph)

Sanchez (29) fær meira en 400 þúsund pund í laun á viku hjá United. (Independnet)

Liverpool hefur sagt Sevilla að ekki sé í boði að fá Daniel Sturridge á láni út tímabilið. (Mail)

Andy Carroll (29) hefur sagt West Ham að hann geti ekki æft vegna meiðsla á ökkla. Carroll hefur verið orðaður við Chelsea en West Ham hefur sett spurningamerki við meiðsli hans eftir rannsóknir á ökklanum. (Mirror)

Manchester United er byrjað að ræða við David De Gea (27) um framlengingu á samningi hans. (Telegraph)

David Moyes, stjóri West Ham, var á Stamford Bridge í gær til að fylgjast með framherjanum Michy Batshuayi (24 í leiknum gegn Norwich. (Mail)

Real Madrid telur að það sé kominn tími á nýtt sóknarteymi, NHL. Neymar (25) hjá PSG, Eden Hazard (27) hjá Chelsea og Robert Lewandowski (29) hjá Bayern Munchen. (Marca)

Everton vill fá vinstri bakvörðinn Juan Bernat (24) frá Bayern Munchen. (Liverpool Echo)

Jack Rodwell, miðjumaður Sunderland, segist ekki ætla að samþykkja riftun á samingi sínum sem hljóðar upp á 70 þúsund pund á viku. Rodwelll er hins vegar tilbúinn að fara ef hann finnur nýtt félag. (Mail)

Stór enskur fjárfestir sem ætlaði að fjármagna yfirtöku Amanda Staveley á Newcastle er hættur við. (Guardian)

Rafael Benitez, stjóri Newcastle, ætlar að gera aðra tilraun til að sannfæra Mike Ashley eiganda félagins um að fá pening til leikmannakaupa í janúar. (Northern Echo)

Liverpol óttast að hafa tapað gegn Bayern Munchen í baráttunni um Leon Goretzka (22) miðjumann Schalke en hann verður samningslaus í sumar. (Liverpool Echo)

Hector Bellerin (22) varnarmaður Arsenal er á óskalista Juventus fyrir sumarið. (Tuttosport)

Juventus er einnig á eftir Christian Eriksen (25) hjá Tottenham og Mesut Özil (29) hjá Arsenal. (Corriere Dello Sport)

Chelsea hefur blandað sér í baráttuna um Jean-Michael Seri (26) miðjumann Nice en Manchester City og PSG hafa einnig áhuga. (Sun)

javier Hernandez (29) gæti verið á förum frá West Ham en Besiktas hefur óskað eftir leyfi til að ræða við mexíkóska framherjann. (Talksport)

WBA vill fá egypska miðvörðinn Ali Gbabr (26) á láni frá Zamalek. (Express & Star)

Richarlison (20) gæti farið frá Watford í sumar en umboðsmenn hafa hafið viðræður við bæði Chelsea og Arsenal. (Watford Observer)

Leeds vill fá Josh Windass (24) framherja Rangers en Preston hefur líka áhuga. (Daily Record)

Christian Cannavaro (18) sonur Fabio Cannavaro, hefur gengið í raðir Benevento. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner