Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 18. janúar 2018 11:03
Magnús Már Einarsson
Wenger: Ekki vandamál hvað Man Utd borgar Sanchez í laun
Sanchez er á leið á Old Trafford.
Sanchez er á leið á Old Trafford.
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segist hafa gert allt til að reyna að halda Alexis Sanchez hjá félaginu. Sanchez er á leið til Manchester United í skiptum fyrir Henrikh Mkhitaryan en félagaskiptin ganga líklega í gegn fyrir helgi.

„Við gerðum allt það sem við gátum og einn daginn mun ég kannski opna mig meira með það en ekki núna," sagði Wenger.

Orðrómur er um að Sanchez fái 350 þúsund pund í laun á viku hjá United.

„Ég vil ekki tjá mig um tölurnar því að það er vandamál Man Utd. Ég virði Man Utd því að félagið skapar tekjurnar sem það borgar leikmönnum með sínum leiðum og þú verður að virða það."

„Eftir það veltur þetta á því hvað þeir vilja greiða leikmanninum mikið. Heilt yfir er Man Utd félag sem er mjög vel stýrt fjárhagslega sem og innan vallar og þess vegna sé ég ekki vandamál í því hvað þeir borga."

Athugasemdir
banner