Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
Fyrirliðinn ánægður með fyrsta sigurinn - „Þvílíkur bónus að koma marki inn í lokin"
   lau 18. febrúar 2017 19:48
Elvar Geir Magnússon
Kristján Guðmunds: Breki alinn upp á lýsi og sultu
Kristján ásamt Arnóri Gauta Ragnarssyni sem var meðal markaskorara í dag.
Kristján ásamt Arnóri Gauta Ragnarssyni sem var meðal markaskorara í dag.
Mynd: Raggi Óla
Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, var skiljanlega allur hinn hressasti eftir 3-2 sigur gegn Fjölni í Lengjubikarnum í dag. Eyjamenn unnu eftir að hafa verið tveimur mörkum undir eftir stundarfjórðung.

„Við vorum ekki komnir inn í leikinn. Völlurinn er hægur og hitinn hérna inni mikill svo tempóið var hægt, það hægðist á öllu. Við þurftum að breyta hugarfarinu og fá hraðari leik," segir Kristján eftir leik.

Ungur leikmaður sem lék með KFS í fyrra, Breki Ómarsson, skoraði sigurmarkið.

„Breki er alinn upp í Vestmannaeyjum á lýsi og sultu. Hann er að koma upp í yngra starfið. Hann meiddist fyrir um ári síðan og er að vinna sig til baka. Við erum að reyna að búa til framtíðarframherja fyrir ÍBV úr honum."

Kristján tók við ÍBV í haust og er fluttur til Vestmannaeyja.

„Ég flutti í upphafi árs og það er gríðarlega gaman. Ég er ánægður með að hafa tekið þá ákvörðun að vera á svæðinu svona mikið og strax."

Hvernig er staðan á leikmannahópnum í dag? Er Kristján ánægður með þetta eins og staðan er?

„Við erum ekki að leita að leikmönnum og erum tilbúnir með þennan hóp til að fara inn í mótið. Ef okkur finanst vera hnökrar eða eitthvað kemur upp á erum við tilbúnir að bregðast við því. Núna vinnum við á þessum hóp. Við erum með stóran hóp og reynum að skipta mönnum inn snemma til að sjá hvað þeir hafa upp á að bjóða. Staðan er nokkuð góð og lítið um meiðsli."

Sóknarmaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson var nýlega ráðinn spilandi aðstoðarþjálfari ÍBV en þetta er hans fyrsta þjálfaraverkefni.

„Hann er að koma inn af krafti og er að mennta sig í þjálfun. Hann er að koma inn af krafti og er fullur af hugmyndum og orku," segir Kristján sem vonast til að Gunnar nýtist sem best innan sem utan.

„Hann er á það háum launum að það þýðir ekki annað en að taka nóg út hjá honum," segir Kristjan kíminn.
Athugasemdir
banner
banner