Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 18. febrúar 2018 11:30
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: 101 Great Goals 
Benitez vill ekki fara í sólina - Dýrt og börnin þurfa að fara í skóla
Rafael Benitez hugsaði sig ekki um þegar hin liðin fóru í sólina og er með skýringar á reiðum höndum.
Rafael Benitez hugsaði sig ekki um þegar hin liðin fóru í sólina og er með skýringar á reiðum höndum.
Mynd: Getty Images
Newcastle United er komið í frí frá því að spila leiki enda féll liðið úr leik í enska bikarnum fyrir Chelsea fyrr á tímabilinu og á því ekki leik um helgina. Mörg lið ensku deildarinnar tóku þann pól í hæðina að senda leikmenn í æfingabúðir í heitum löndum. Þannig fór Everton til Dubai og Liverpool til Spánar en Newcastle fer ekkert.

Rafael Benitez stjóri liðsins valdi að láta leikmenn sína æfa í kuldanum í Newcastle og fjölmiðlamenn vildu fá skýringu á þeirri ákvörðunartöku. Sá spænski var greinilega búinn að hugsa allar hliðar þessa máls.

„Reynsla mín er að leikmennirnir séu að að ferðast allt tímabilið um allt land og ef ég segi þeim svo að þeir séu að fara eitthvað annað munu þeir spyrja: 'Hvað um fjölskylduna'?" sagði Benítez.

„Svo ef þeir fá nokkra frídaga þá geta þeir núna verið með fjölskyldunni í stað þess að fara til Dubai að njóta veðursins. Það væri hægt að fara með fjölskyldurnar til Dubai líka en það er frekar dýrt og börnin þurfa líka að mæta í skólann."

„Við þjálfararnir viljum frekar hafa leikmennina á æfingu við venjulegar aðstæður. Svo geta þeir notið frítímans með fjölskyldunni."

Athugasemdir
banner
banner
banner