Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 18. febrúar 2018 17:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frakkland: Fanndís og stöllur sitja sem fastast á botninum
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
Fanndís Friðriksdóttir, lykilleikmaður í íslenska kvennalandsliðinu, spilaði allan leikinn fyrir Marseille í frönsku úrvalsdeildinni í dag er lið hennar sótti Soyaux heim.

Fanndís kom til Marseille frá Breiðabliki síðastliðið sumar og hefur verið í nokkuð stóru hlutverki í Frakklandi.

Árangurinn hjá Marseille hefur þó ekki verið góður. Eftir sigur í síðasta leik þurfti liðið að sætta sig við tap í dag.

Marseille komst þó yfir í dag með marki úr vítaspyrnu. Staðan var 1-1 í hálfleik en sigurmark Soyaux kom á 69. mínútu. Var það skot af löngu færi að því er kemur fram á vefsíðunni Footfeminin.

Lokatölur 2-1 tap fyrir Marseille, sem er á botni deildarinnar með níu stig eftir 15 leiki. Liðið er fjórum stigum frá öruggu sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner