Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 18. febrúar 2018 22:30
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Guardian 
Hakan Sukur verður líflátinn ef hann snýr aftur til Tyrklands
Sukur er ekki sama goðsögnin heimafyrir og hann var. Hann fer aldrei aftur til Tyrklands.
Sukur er ekki sama goðsögnin heimafyrir og hann var. Hann fer aldrei aftur til Tyrklands.
Mynd: Getty Images
Brúðkaupsmyndin fræga sem var tekin áður en allt varð vitlaust.  Erdogan, Sukur og þáverandi eiginkona hans ásamt Gulen.
Brúðkaupsmyndin fræga sem var tekin áður en allt varð vitlaust. Erdogan, Sukur og þáverandi eiginkona hans ásamt Gulen.
Mynd: Getty Images
Sukur árið 2014.
Sukur árið 2014.
Mynd: Getty Images
Enska dagblaðið Guardian birti í dag áhugaverða umfjöllun um tyrknesku goðsögnina Hakan Sukur sem í dag er í útlegð í Bandaríkjunum og á yfir höfði sér líflátsdóm ef hann snýr einhvern tíma aftur heim til Tyrklands.

Hakan Sukur
Aldur: 46 ára
Landsleikir 1992-2007: 112
Landsliðsmörk: 51
Deildarleikir 1987-2008: 540
Deildarmörk: 260
Lið: Sakaryaspor, Bursaspor, Galatasaray, Torino, Inter Milan, Parma, Blackburn


Blaðið hefur frásögn sína á að segja frá frægri ljósmynd sem var tekin á þeim tíma sem Sukur giftist þáverandi eiginkonu sinni.

Á myndinni sem er tekin í brúðkaupinu má sjá Sukur ásamt Recep Tayyip Erdogan forseta landsins og klerknum Fethullah Gulen. Allt virtist leika í lyndi á þessum tíma en nú er staðan verulega breytt.

Hittir aldrei föður sinn aftur
Konan sem hann giftist er dáin, faðir Sukur er kominn í fangelsi og sjálfur er hann í útlegð. Þriðji maðurinn á myndinni, klerkurinn Gulen er svo sá sem er sakaður um að hafa staðið að baki valdaránstilrauninnni í landinu árið 2016.

Guardian segir að ef Sukur snýr einhvern tíma aftur til Tyrklands þá eigi hann yfir höfði sér ákæru fyrir að móðga dómarann og vinna gegn ríkisstjórninni. Pottþétt er að hann fengi lífstíðardóm og líklegt að hann fengi dauðadóm. Hann mun aldrei geta hitt föður sinn aftur.

Skoraði fljótasta mark HM
Líf Sukur hefur farið öfganna á milli í báðar áttir því hann var goðsögn í fótboltaheiminum, markakóngur Galatasaray og tyrkneska landsliðsins og var dáður heimafyrir. Meira að segja líka hjá stuðningsmönnum erkifjendanna í Fenerbahche og Besiktas. Hann lék líka með Blackburn og setti heimsmet á þeim tíma í leik með landslikðinu þegar hann skoraði fljótasta mark sem hefur verið skorað í alþjóðlegu móti, eftir 10,8 sekúndur gegn heimamönnum í Suður Kóreu á HM 2002.

Hann lagði skóna á hilluna þegar hann var 36 ára gamall og fyrst eftir það starfaði hann sem sjónvarpsmaður. Fljótlega fór hann svo í pólitíkina fyrir AKP sem er flokkurinn sem stýrir landinu í dag. Svo fór allt að ganga á afturfótunum.

Ákærður fyrir að móðga forsetann
Hann skildi við eiginkonuna sem lést svo árið 1999 í jarðskjálftum sem tóku líf 17 þúsund manna í Izmit og Istanbul. Hann giftist þó aftur og eignaðist þrjú börn, varð þingmaður fyrir flokk Erdogan en hélt áfram góðu sambandi við Gulen.

Árið 2013 ákvað tyrkneska ríkið að loka grunnskólum sem menn Gulen ráku og í kjölfarið ákvað Sukur að segja sig úr flokknum og verða óháður þingmaður. Vandræðin fóru að aukast eftir þetta. Sukur hafði þegar verið gagnrýndur fyrir að segja í viðtali: „Ég er Albani, og sem slíkur er ég ekki Tyrki." Eitthvað sem fór illa í heimamenn.

Árið 2016 var Sukur ákærður fyrir að móðga forsetann á samfélagsmiðlum. Hann kom fyrir dóm í júní og sagðist ekki hafa beint orðum sínum að forsetanum en saksóknari sagði að tístum hans hafi verið beint að Erdogan.

Strauk til Bandaríkjanna
Mánuði síðar var valdaránstilraunin sem mistókst reynd og Erdogan hóf í kjölfarið hreinsanir sínar. 50 þúsund manns voru handteknir, 120 þúsund misstu störf sín og 300 voru drepnir. Í ágúst var gefin út handtökuskipun á Sukur fyrir að tengjast hryðjuverkasamtökunum Fetullah.

Faðir Sukur var handtekinn í mosku í Adapazari og þeir feðgar ákærðir fyrir að styrkja valdaránsmennina fjárhagslega og eigur þeirra gerðar upptækar. Sukur tókst að strjúka til Bandaríkjanna þar sem hann er enn í útlegð en faðir hans er talinn hafa látist í fangelsinu úr krabbameini.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner