Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 18. febrúar 2018 15:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Scholes segir frá endurkomunni - Keypti skó á 50 pund
Scholes byrjaði aftur í fótbolta í janúar 2012.
Scholes byrjaði aftur í fótbolta í janúar 2012.
Mynd: Getty Images
,,Ég varð að redda skóm. Ég varð að fara í næstu búð og kaupa skó vegna þess að ég átti ekki neina. Ég var ekki með neinn stuðningsaðila á bak við mig, og við gátum ekki látið Nike vita.
,,Ég varð að redda skóm. Ég varð að fara í næstu búð og kaupa skó vegna þess að ég átti ekki neina. Ég var ekki með neinn stuðningsaðila á bak við mig, og við gátum ekki látið Nike vita.
Mynd: Getty Images
Paul Scholes hefur tjáð sig um það þegar hann reif takkaskóna fram af hillunni frægu árið 2012.

Scholes ákvað að hætta í fótbolta í maí 2011 en skyndilega í janúar 2012 var hann mættur aftur á miðjuna hjá Manchester United. Þetta gerðist mjög fljótt allt saman og til marks um það spilaði Scholes fyrsta leik sinn eftir að hafa byrjað aftur í skóm sem hann hafði keypt á 50 pund (um 7000 íslenskar krónur).

Scholes var sérfræðingur hjá BT Sport í kringum bikarleik Huddersfield og Man Utd í gær og þar sagði hann söguna frá því þegar hann sneri aftur hjá Manchester United eftir stutta fjarveru.

„Alex Ferguson vildi upphaflega fá mig aftur til að þjálfa varaliðið með Warren Joyce," sagði Scholes. „Þannig að ég fór að hjálpa Joycey, og ég æfði með varaliðinu. Ég var að æfa á hverjum degi með leikmönnum eins og Pogba og Lingard."

„Ég naut þess að æfa með þeim og mér leið mjög vel. Þegar kom að desember var aðalliðið í miklum vandræðum, mikið var um meiðsli, það voru engir miðjumenn í standi. Liðið endaði á að spila með Phil Jones og Fabio da Silva á miðjunni í leik gegn Blackburn á Old Trafford. Það var endirinn hjá Paul Pogba, þá fékk hann nóg."

Svo ákvað Scholes að taka fram skóna.

„Ég talaði við Gary og Phil (Neville) og heyrði hvað þeim fannst. Svo fór ég til aðstoðarþjálfarans, Mike Phelan og ég var stressaður. En honum fannst þetta góð hugmynd."

„Daginn eftir bankaði ég á dyrnar hjá Fergie og hann sagði ‘frábært! Kýlum á þetta strax, ég hringi í David Gill og við græjum samning.'”

Sir Alex Ferguson, þáverandi stjóri United, ákvað að halda því leyndu að Scholes væri að koma aftur, eins lengi og hann gat.

„Við vorum að spila gegn Manchester City á útivelli. Við komum inn í búningsklefann og þar er treyjan mín, ég var á bekknum. Ég man að Danny Welbeck var hliðina á mér, hann sagði 'ég vissi að eitthvað væri í gangi,’" segir Scholes.

„Ég varð að redda skóm. Ég varð að fara í næstu búð og kaupa skó vegna þess að ég átti ekki neina. Ég var ekki með neinn stuðningsaðila á bak við mig, og við gátum ekki látið Nike vita."

„Ég man eftir leiknum sjálfum. Við vorum 3-0 yfir þegar ég kom inn á og vorum einum fleiri en leikurinn endaði 3-2!"

„Þegar ég var að gera mig klárann í að koma inn á spurði David Platt (úr þjálfaraliði Man City) 'hvað í fjandanum ertu að gera?'. Ég sagði honum að ég hefði enga hugmynd."

Scholes kláraði tímabilið með United og það næsta en hann viðurkennir að hafa viljað hætta aftur á miðju tímabilinu 2012/13 eftir erfiðan leik gegn Tottenham.

„Stjórinn gaf mér eitt ár í viðbót en ég var farinn. Ég man eftir að hafa spilað gegn Tottenham á heimavelli, við töpuðum 3-2, ég spilaði ágætlega þegar við vorum með boltann, en ég man eftir þegar (Mousa) Dembele og Gareth Bale þutu fram hjá mér. Ég vildi hætta aftur snemma á því tímabili en það hefði verið vandræðalegt."

Sögu Scholes má heyra í heild sinni hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner