Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 18. febrúar 2018 14:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tyrkland: Ólafur Ingi og félagar í slæmum málum
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Kardemir Karabukspor 0 - 3 Akhisarspor
0-1 Mustafa Yumlu ('41)
0-2 Mugdat Celik ('58)
0-3 Soner Aydogdu ('74, víti)

Ólafur Ingi Skúlason spilaði allan leikinn þegar lið hans Kardemir Karabukspor steinlá í tyrknesku úrvalsdeildinni í dag.

Karabukspor fékk Akhisarspor í heimsókn og kom fyrsta markið ekki fyrr en á 41. mínútu, rétt fyrir leikhlé.

Staðan var 1-0 þegar dómarinn flautaði til hálfleiks en í seinni hálfleiknum bættu gestirnir við tveimur mörkum til viðbótar og unnu að lokum mjög svo þægilegan 3-0 sigur.

Ólafur Ingi og félagar eru í mjög svo slæmum málum, á botni deildarinnar níu stigum frá öruggu sæti þegar liðið hefur spilað 22 leiki. Akhisarspor er í 11. sæti með 27 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner