banner
   sun 18. mars 2018 11:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Færeyjar: Heimir með sinn fyrsta sigur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir að hafa fengið skell í fyrsta leik sínum með HB í Færeyjum tókst Heimi Guðjónssyni, fyrrum þjálfara FH, að stýra liðinu til sigurs í öðrum leik sínum með félagið í gær.

HB fékk ríkjandi deildarmeistara í Víkingi Götu í heimsókn en HB var komið 1-0 undir eftir 20 mínútur.

Forysta Víkings entist hins vegar ekki lengi og jafnaði HB með marki frá Adrian Justinussen á 29. mínútu.

Það var svo John Frederiksen sem gerði sigurmark HB þegar 77 mínútur voru liðnar af leiknum, lokatölur 2-1.

Heimir þekkir lið Víkings ágætlega vel eftir að hafa mætt þeim í forkeppni Meistaradeildarinnar í fyrra, þegar hann var þjálfari FH. Það var FH sem fór áfram úr því einvígi.

Þess ber að geta að Brynjar Hlöðversson, fyrrum leikmaður Leiknis, kom inn á sem varamaður hjá HB í gær. Hann kom inn á þegar lítið var eftir, fyrir Símun Samuelsen, fyrrum leikmann Keflavíkur.

HB er nú búið að leika tvo leiki og hefur þrjú stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner