banner
   sun 18. mars 2018 13:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gibson í bann eftir ölvunarakstur - Rústaði bílnum
Mynd: Getty Images
Darron Gibson, miðjumaður Sunderland hefur verið settur í bann hjá félaginu eftir að hafa gerst sekur um ölvunarakstur.

Birtar hafa verið myndir á samfélagsmiðlum af þar sem Gibson er leiddur inn í lögreglubíl eftir að hafa ekið á fjóra kyrrsetta bíla.

Sunderland sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem segir: „Sunderland AFC hefur sett Darron Gibson í bann sem tekur gildi samstundi, eftir að leikmaðurinn keyrði undir áhrifum áfengis laugardaginn 17. mars."

Sunderland ætlar að rannsaka málið frekar.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Gibson, sem er fyrrum leikmaður Manchester United og Everton, kemur sér í vandræði fyrir að vera undir áhrifum áfengis. Eftir æfingaleik á síðasta undirbúningstímabili fór hann á djammið og hraunaði yfir nokkra liðsfélaga sína.

Þetta hefur verið skelfilegt tímabilið fyrir Sunderland. Liðið er á botni Championship-deildarinnar.





Athugasemdir
banner
banner