Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 18. mars 2018 16:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: AC Milan marði sigur - Fiorentina vann annan leikinn í röð
Andre Silva tryggði AC Milan sigur.
Andre Silva tryggði AC Milan sigur.
Mynd: Getty Images
Fiorentina vann annan leikinn í röð eftir andlát Astori.
Fiorentina vann annan leikinn í röð eftir andlát Astori.
Mynd: Getty Images
Roma vann fallbaráttulið Crotone.
Roma vann fallbaráttulið Crotone.
Mynd: Getty Images
Það voru fimm leikir að klárast í ítölsku úrvalsdeildinni.

Roma, sem komst í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar í síðustu viku eftir sigur á Shakhtar, bar sigur úr býtum gegn Crotone á útivelli á meðan AC Milan lagði Chievo í kaflaskiptum leik.

AC Milan féll úr leik í Evrópudeildinni gegn Arsenal í síðustu viku og þetta því kærkominn sigur.

Roma er sem stendur í þriðja sætinu á meðan AC Milan er í sjötta sæti, sem veitir þáttökurétt í Evrópudeildinni. Bæði Crotone og Chievo eru í harðri fallbaráttu.

Þá átti Atalanta í engum vandræðum með Hellas Verona sem er í næst neðsta sæti deildarinnar. Þar urðu lokatölur 5-0 en Atalanta ætlar að reyna að veita Milan samkeppni um Evrópusæti í þessum síðustu leikjum sem eru framundan.

Þá vann Cagliari 2-1 sigur á botnliði Benevento og Fiorentina vann annan leikinn í röð eftir andlát fyrirliðans Davide Astori. Fyrir leikinn í dag tilkynnti forseti Fiorentina að æfingasvæði félagsins myndi fá nýtt nafn og það yrði til heiðurs Astori.

Hér að neðan eru úrslit dagsins.

Verona 0 - 5 Atalanta
0-1 Bryan Cristante ('2 )
0-2 Josip Ilicic ('45 , víti)
0-3 Josip Ilicic ('48 )
0-4 Josip Ilicic ('69 )
0-5 Alejandro Gomez ('71 )

Benevento 1 - 2 Cagliari
1-0 Enrico Brignola ('46 )
1-1 Nicolo Barella ('90 , víti)
1-2 Leonardo Pavoletti ('90 )

Milan 3 - 2 Chievo
1-0 Hakan Calhanoglu ('10 )
1-1 Mariusz Stepinski ('33 )
1-2 Roberto Inglese ('34 )
2-2 Patrick Cutrone ('52 )
3-2 Andre Silva ('82 )
3-2 Franck Kessie ('90 , Misnotað víti)

Torino 1 - 2 Fiorentina
0-0 Jordan Veretout ('14 , Misnotað víti)
0-1 Jordan Veretout ('59 )
1-1 Andrea Belotti ('86 )
1-2 Cyril Thereau ('90 , víti)

Crotone 0 - 2 Roma
0-1 Stephan El Shaarawy ('39 )
0-2 Radja Nainggolan ('75 )

Sjá einnig:
Ítalía: Icardi með fernu í stórsigri Inter

Leikir kvöldsins:
19:45 Napoli - Genoa (SportTV)
19:45 Lazio – Bologna
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner