Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 18. mars 2018 22:03
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Albiol galopnaði titilbárattuna
Mynd: Getty Images
Napoli og Lazio áttu heimaleiki gegn Genoa og Bologna fyrr í kvöld og gekk heimaliðunum ekki jafn vel og búist var við.

Napoli var í miklum erfiðleikum gegn Genoa og bjargaði spænski varnarmaðurinn Raul Albiol sínum mönnum í jöfnum leik.

Albiol skoraði eina mark leiksins á 72. mínútu með skalla eftir hornspyrnu og dugði það heimamönnum, sem eru aðeins tveimur stigum frá Juventus í toppbaráttunni.

Ekkert hefur gengið hjá Lazio í deildinni undanfarnar vikur og gerði liðið jafntefli við Bologna eftir jafntefli gegn Cagliari í síðustu umferð og tap gegn Juve þar á undan.

Lazio mætti með sitt sterkasta lið til Kænugarðs á fimmtudaginn og hafði betur í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar. Nokkrir voru hvíldir í dag og hafði þreyta áhrif á frammistöðu liðsins, en Simone Inzaghi gerði tvær breytingar í hálfleik sem frískuðu aðeins upp á heimamenn.

Lazio er einu stigi frá meistaradeildarsæti eftir jafnteflið.

Napoli 1 - 0 Genoa
1-0 Raul Albiol ('72)

Lazio 1 - 1 Bologna
0-1 Simone Verdi ('3)
1-1 Lucas Leiva ('16)
Athugasemdir
banner
banner