sun 18. mars 2018 11:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Heimasíða Nantes 
Kolbeinn með bæði mörkin fyrir varalið Nantes
Kolbeinn fagnar hér marki með íslenska landsliðinu á EM.
Kolbeinn fagnar hér marki með íslenska landsliðinu á EM.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski sóknarmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson er að reyna að koma sér í stand fyrir HM í sumar þar sem hann stefnir á að skora mörk fyrir íslenska landsliðið.

Kolbeinn hefur verið lengi frá og lítið sem ekkert spilað með félagsliði sínu Nantes frá síðasta Evrópumóti, vegna meiðsla.

Hann virðist loksins vera að snúa aftur á fullu og lék hann með varaliði Nantes í gær.

Þetta var í annað skiptið á skömmum tíma þar sem Kolbeinn leikur með varaliðinu, hann lék 65 mínútur á dögunum en í gær gerði hann sér lítið fyrir og skoraði tvennu er hann lék allan leikinn.

Leikurinn var gegn Mulsanne-Teloché og var það Kolbeinn sem stal senunni í 2-0 sigri Nantes. Hann skoraði, eins og fyrr segir, bæði mörkin.

Kolbeinn fer nú til móts við íslenska landsliðið en hann var valinn í landsliðshópinn sem mætir Mexíkó og Perú í vináttulandsleikjum þar í landi þann 23. mars og 27. mars.

Sjá einnig:
Heimir: Veit ekki hvort Kolbeinn sé kominn í landsliðsklassa



Athugasemdir
banner
banner
banner