Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 18. mars 2018 16:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikmenn Man Utd nenntu ekki að lesa póstana frá Van Gaal
Mynd: Getty Images
Hollendingurinn Louis van Gaal settist niður með þýska blaðinu Bild um helgina og lét þar falla athyglisverð ummæli.

Eins og fótboltaunnendum er kunnugt stýrði Van Gaal Manchester United áður en Jose Mourinho tók við.

Van Gaal náði ekki sérstökum árangri með United en hann segir að leikmenn liðsins hafi ekki alltaf sinnt starfi sínu af mikilli fagmennsku. Hann sendi reglulega á þá tölvupósta en Van Gaal segir að margir af leikmönnunum hafi ekki nennt að lesa póstana.

„Ég gaf hverjum og einum leikmanni tækifæri til að undirbúa sig sem best, líka fyrir spjall við mig," segir Van Gaal við Bild en hann segist hafa búið til kerfi með tæknimanni sínum svo hann hafi séð hvaða leikmenn hefðu skoðað póstana.

Aðspurður að því hvort einhverjir af leikmönnunum hafi sleppt því að renna yfir póstana segir Van Gaal: „Já, það er rétt. Það sýndi hversu lítil fagmennska var oft á tíðum í liðinu."

Van Gaal segist líka hafa notað tölvupóstakerfið hjá Bayern.

„Mín hugsun er sú að alvöru atvinnumenn vilja lifa eins og atvinnumenn. Eins og Arjen Robben, hann las tölvupóstana."

Van Gaal talaði líka um það í viðtalinu við Bild að hann hefði viljað kaupa Robert Lewandowski til United. „Hann er besti sóknarmaður í heimi. Ég vildi þjálfa Lewandowski og fá hann til Manchester United."

„Verðið var ekki vandamál fyrir Man Utd, en Bayern vildi bara ekki selja okkur hann."
Athugasemdir
banner
banner
banner