Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 18. mars 2018 17:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: RÚV 
Magnús Magnús Magnússon gaf Cantona landsliðstreyju
Icelandair
Cantona fór á kostum á Íslandi.
Cantona fór á kostum á Íslandi.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Eric Cantona, ein mesta goðsögn sem klæðst hefur búningi Manchester United, var á Íslandi og fór víða. Hann hitti til að mynda Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands og spjallaði við hann um íþróttir á Íslandi og eftirtektarverðan árangur Íslendinga á alþjóðavettvangi, ekki síst í knattspyrnu en einnig öðrum íþróttum.

Þá hitti hann einnig Heimi Hallgrímsson, landsliðsþjálfara, en mynd þess efnis birtist á Instagram.

Það athglisverðasta sem Cantona gerði hér á landi var kannski það að hann skellti sér í leikhús. Frá þessu er greint á vef Ríkisútvarpsins.




Cantona, sem reyndi fyrir sér í leiklist eftir að fótboltaferlinum lauk, fór að sjá sýninguna „Slá í gegn" í gær.

Samkvæmt heimildum RÚV fór Cantona í Þjóðleikhúsið þar sem hann tók viðtal við leikarann Jón Gnarr fyrir sjónvarpsþátt sem hann er að vinna að fyrir Eurosport.

Eftir viðtalið ákvað Jón að sýna Cantona atriði úr áramótaskaupinu árið 2016 sem vakti mikla ánægja hjá landsmönnum er það var sýnt. Í atriðinu er sagt frá Magnúsi Magnúsi Magnússyni sem á miklu erfiðleikum með víkingaklappið.

Hallgrímur Ólafsson, sem leikur hinn taktlausa Magnús Magnús, leikur í „Slá í gegn" með Jóni og ákvað Cantona, sem fannst atriðið, virkilega skemmtilegt, að skella sér á sýningu.

Á Cantona að hafa skemmt sér konunlega þrátt fyrir að hann skilji ekki orð í íslensku.


Eftir að sýningunni lauk fór Cantona út á lífið með leikurum og starfsólki Þjóðleikhússins, sötraði hann rauðvín og tók nokkur spor á dansgólfinu áður en hann yfirgaf hópinn um miðnætti þar sem hann átti bókað flug til Senegal.

Hann fór ekki tómhentur heim því sjálfur Magnús Magnús Magnússon gaf honum nýja landsliðsbúninginn merktan „Cantona".

Cantona er algjör goðsögn hjá stuðningsmönnum Manchester United og er hann kallaður kóngurinn eða „Eric The King".

Cantona varð fjórum sinnum Englandsmeistari með Manchester United, fyrst 1993 og síðast 1997.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner