sun 18. mars 2018 20:26
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Haukur og félagar töpuðu í undanúrslitum
Árni Vill skoraði í æfingaleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
AIK 0 - 2 Djurgården
0-1 T. Kadewere ('47)
0-2 K. Mrabti ('67)

Haukur Heiðar Hauksson var í byrjunarliði AIK sem fékk Djurgården í heimsókn í undanúrslitaleik sænska bikarsins, sem er svipaður íslenska Lengjubikarnum. Sænska deildin hefst 1. apríl.

Heimamenn voru betri í leiknum en gestirnir fengu besta færi fyrri hálfleiksins þegar Kerim Mrabti brenndi af vítaspyrnu.

Tino Kadewere skoraði fyrir gestina snemma í síðari hálfleik og tvöfaldaði Mrabti forystuna áður en Hauki Heiðari var skipt af velli á lokakaflanum.

Tarik Elyounoussi gat minnkað muninn fyrir heimamenn á lokakaflanum en brenndi af vítaspyrnu.

Djurgården mætir Arnóri Ingva Traustasyni og félögum í Malmö í úrslitum.

Árni Vilhjálmsson var þá í byrjunarliði Jönköping í æfingaleik gegn Carlstad. Árni skoraði síðasta markið í 4-0 sigri á 72. mínútu.
Athugasemdir
banner
banner
banner