banner
   sun 18. mars 2018 19:01
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Keita og Werner sáu um Bayern - Köln af botninum
Mynd: Getty Images
Bayern München er svo gott sem búið að vinna þýsku deildina og hvíldi nokkra lykilmenn gegn Leipzig í dag.

Bayern tefldi þó fram sterku liði og komst yfir snemma leiks þegar Sandro Wagner skoraði eftir laglega fyrirgjöf frá James Rodriguez.

Bæjarar voru talsvert meira með boltann en sköpuðu sér lítið af færum. Heimamenn voru beittir og hættulegir hvert sinn sem þeir sóttu upp völlinn.

Naby Keita, sem fer til Liverpool í sumar, jafnaði eftir laglegt spil og var staðan jöfn í hálfleik.

Hinn gífurlega efnilegi Timo Werner gerði sigurmark Leipzig snemma í síðari hálfleik.

Þetta er þriðji leikurinn sem Bayern tapar á tímabilinu og er liðið með sautján stiga forystu þegar sjö umferðir eru eftir af tímabilinu.

Fallbaráttulið Köln kom á óvart og lagði Bayer Leverkusen að velli í dag. Yuya Osako kom Köln yfir snemma og misstu gestirnir Lucas Alario af velli með rautt spjald fyrir leikhlé.

Simon Zoller innsiglaði sigur Köln í síðari hálfleik og kom liðið sér þannig af botni deildarinnar.

Köln er fimm stigum frá öruggu sæti í deild, en það tók liðið gífurlega langan tíma að vinna sinn fyrsta deildarleik á tímabilinu.

Köln 2 - 0 Leverkusen
1-0 Yuya Osako ('9)
2-0 Simon Zoller ('69)
Rautt spjald: Lucas Alario, Leverkusen ('33)

Leipzig 2 - 1 Bayern
0-1 Sandro Wagner ('12)
1-1 Naby Keita ('37)
2-1 Timo Werner ('56)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner