Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 18. apríl 2014 14:01
Brynjar Ingi Erluson
Aron Einar: Ég er þakklátur fyrir stuðninginn
Mynd: Getty Images
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins og leikmaður Cardiff City í ensku úrvalsdeildinni er afar þakklátur fyrir stuðninginn sem hann hefur fengið undanfarna daga en hann er sakaður um að hafa lekið byrjunarliðið félagsins í leik gegn Crystal Palace.

Aron var sagður hafa lekið upplýsingum um byrjunarlið Cardiff fyrir leikinn gegn Crystal Palace í byrjun mánaðar en íslenski miðjumaðurinn hefur þegar fundað með stjórn félagsins, sem tók útskýringar hans gildar.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Cardiff, segist styðja Aron Einar í þessu máli og sama má segja um leikmenn félagsins en Aron segist afar þakklátur fyrir stuðninginn.

,,Ég er gríðarlega þakklátur fyrir stuðninginn, kann virkilega að meta þetta," sagði Aron á Twitter.

Stuðningsmenn Cardff hafa tekið vel í það og styðja hann í þessu en hann hefur fengið mörg falleg skilaboð á samskiptavefnum síðustu daga.
Athugasemdir
banner
banner
banner